Lussory vínin eru fyrstu vínin á markaði sem innihalda 0% alkóhól, eru 100% hrein og bera Halal vottun.
Lussory stendur fyrir allt það sem vín þurfa að innihalda, en án áfengis. Þau eru unnin á vistvænan máta og við framleiðsluna er notuð víngerðartækni sem tryggir mestu gæði sem völ er á.
Lussory-vínin fara í gegnum viðkvæmt og nákvæmt ferli, án nokkurrar efnafræðilegrar meðhöndlunar. Þetta ferli tryggir að allir góðir og heilsuvænlegir eiginleikar vínberjanna haldast óskertir. Lussory er framleitt úr úrvals spænskum vínberjunum og hefur þegar verið notað sem „náttúrulegt lyf.“ Hjartalæknar, taugalæknar og næringarfræðingar um allan heim hafa mælt með neyslu á Lussory vínunum, þar á meðal virtir sérfræðingar á borð við Dr. Jose Bengoetxea, yfirlækni hjartadeildar aðalsjúkrahússins í Santiago de Compostela.
Uppáhalds kokteilarnir þínir, fullir af gleði, lausir við áfengi.
Óáfengu sterku vínin frá Monday eru framleidd af alúð úr náttúrulegum hráefnum í eimingarverksmiðju framleiðandans í Suður-Kaliforníu. Vínin eru unnin af hugsjón: að gera þeim, sem vilja forðast áfengi, kleift að njóta alvöru fullorðinsdrykkja án þess að það hafi áhrif á heilsuna.
Blandað í sömu hlutföllum og áfengu vínin (1:1) – klassískt bragð í hverjum sopa.
Núllarinn er ljúffengur áfengislaus handverkslager bruggaður af hinu þekkta Kalda brugghúsi. Með gæðahráefni og frískandi bragði er þetta hin fullkomna bjórupplifun án áfengis. Njóttu ekta íslenskrar brugglistar í hverjum sopa.
Öll réttindi áskilin. Hannað af Studio D